Kynningarfundur vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar
Þann 15. desember sl. hélt Fjármálaeftirlitið kynningarfund fyrir vátryggingafélög, ytri og innri endurskoðendur vátryggingafélaga og aðra aðila sem hagsmuna eiga að gæta vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar. Um var að ræða fyrsta kynningarfundinn í áætlaðri fundaröð vegna innleiðingar Solvency II.
Tilgangur fundarins var að upplýsa framangreinda aðila um helstu mál sem á döfinni eru vegna innleiðingar Solvency II, s.s. varðandi stöðu innleiðingarinnar og gagnaskil félaganna til Fjármálaeftirlitsins vegna tilskipunarinnar. Fjallað var um stöðu frumvarps til nýrra laga um vátryggingastarfsemi, upphafsgagnaskil á XBRL formi og tímalína gefin vegna gagnaskila á árinu 2016.
Fjármálaeftirlitið hefur lagt áherslu á að undirbúningur vátryggingafélaga fyrir innleiðingu Solvency II gangi vel fyrir sig og var fundurinn þáttur í því að styðja við þann undirbúning.