Morgunverðarfundur um netöryggi
Fjármálaeftirlitið býður til morgunverðarfundar um netöryggi fjármálafyrirtækja í B-sal Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 3. desember næstkomandi. Á fundinum mun Fredrik Hult, sem er aðalráðgjafi hjá öryggisfyrirtækinu Cyber Resilience Ltd., halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina:
From Bytes to Boardroom, a journey to cyber resilience. Fyrirlestur Hults er einkum ætlaður stjórnendum fjármálafyrirtækja og þeim sem vinna að upplýsingatækni og öryggismálum innan þeirra.