Náms- og árshátíðarferð Starfsmannafélags Fjármáleftirlitsins
Starfsmannafélag Fjármálaeftirlitsins hefur haft frumkvæði að skipulagningu náms- og árshátíðarferðar til Írlands í apríl og mun hún standa frá fimmtudeginum 23. apríl, sem er sumardagurinn fyrsti, til sunnudagsins 26. apríl. Ferðin mun ekki trufla daglega starfsemi eftirlitsins. Tæplega helmingur starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hefur ákveðið að taka þátt í ferðinni.
Náms- og fræðsludagskrá ferðarinnar, sem verður á föstudeginum, er unnin í samvinnu við írska Fjármálaeftirlitið sem er hluti af Írska Seðlabankanum. Samstarf þess og Fjármálaeftirlitsins hefur verið náið og gott á undanförnum árum. Dagskráin er skipulögð þannig að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins taka þátt í fjölþættri fræðslu þar sem lögð verður áhersla á áhættumiðað eftirlit.
Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins greiða eigin ferða- og gistikostnað að öllu leyti. Fjármálaeftirlitið styrkir starfsmannafélagið ekki sérstaklega vegna ferðarinnar. Sameiginlegur árshátíðarkvöldverður verður í boði starfsmannafélagsins á laugardagskvöldinu.