Fundur með fjölmiðlum um hálfsársuppgjör viðskiptabankanna
Fjármálaeftirlitið efndi til kynningar í dag fyrir fjölmiðla þar sem farið var yfir hálfsársuppgjör viðskiptabankanna. Kynningarfundur af þessu tagi er ákveðin nýjung í starfsemi Fjármálaeftirlitsins og í samræmi við þá áherslu sem lögð er á það í stefnu stofnunarinnar að efla faglega umræðu og auka gagnsæi.
Fjármálaeftirlitið mun í samræmi við stefnuna gera meira af því í framtíðinni að efna til kynninga fyrir fjölmiðla um uppgjör fjármálafyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila, auk þess sem fjallað verður eftir atvikum um annað efni.
Samantekt með efni fundarins má sjá hér og glærur eru hér.