Fréttir


Fjármálaeftirlitinu falið eftirlit með greiðsluþjónustu

1.12.2011

Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um greiðsluþjónustu nr. 120/2011, en lögin taka gildi 1. desember 2011.

Fjallað er í lögunum um hverjir teljist greiðsluþjónustuveitendur. Samkvæmt þeim skulu aðilar, aðrir en þeir sem  taldir eru upp í a-f liðum 14. tl. 1. mgr. 8. gr.,  sem hyggjast veita greiðsluþjónustu afla sér starfsleyfis sem greiðslustofnun en Fjármálaeftirlitið veitir greiðslustofnun starfsleyfi samkvæmt lögunum. Félög sem starfandi eru skv. a-f liðum 14. tl. 1. mgr. 8. gr. laganna skulu  tilkynna Fjármálaeftirlitinu hvaða starfsemi þau hyggjast stunda.

Með gildistöku laga um greiðsluþjónustu eru gerðar nokkrar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, nánar tiltekið á 3., 20. og 85. gr. laganna.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica