Ríkissaksóknari fellst á kæru Fjármálaeftirlitsins
Eins og fram hefur komið opinberlega kærði Fjármálaeftirlitið fyrir nokkru þá ákvörðun embættis sérstaks saksóknara að hætta rannsókn á meintum brotum á fjárfestingarheimildum fimm lífeyrissjóða sem voru í umsjá Landsbanka Íslands hf. fyrir fall bankans. Fjármálaeftirlitið hafði kært lífeyrissjóðina til embættis sérstaks saksóknara.
Ríkissaksóknari hefur nú komist að niðurstöðu í málinu. Hún er sú að fella úr gildi þá ákvörðun embættis sérstaks saksóknara að hætta rannsókn málsins og leggja fyrir hann að taka málið til áframhaldandi rannsóknar.