Samruni Byrs hf. og Íslandsbanka hf.
Með vísan til 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki veitti Fjármálaeftirlitið þann 17. október 2011 samþykki sitt fyrir samruna Byrs hf. og Íslandsbanka hf. með fyrirvara um að samrunaferlið yrði í samræmi við lög nr. 2/1995 um hlutafélög. Samruninn var samþykktur á fundi stjórnar Íslandsbanka hf. og á hluthafafundi Byrs hf. þann 29. nóvember 2011. Samruninn tekur gildi frá og með 29. nóvember 2011. Réttindum og skyldum Byrs hf. telst reikningslega lokið þann 30. júní 2011, en frá þeim degi tekur Íslandsbanki hf. við öllum réttindum og skyldum vegna Byrs hf.
Heiti hins sameinaða félags er Íslandsbanki hf., heimilisfang félagsins er að Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík.
Samruninn mun ekki hafa áhrif á greiðslustað skuldaskjala en frestur til að gera athugasemdir við yfirfærslu innlánsreikninga skal vera 30 dagar frá birtingu auglýsingar þessarar í Lögbirtingablaði.