Fjármálaeftirlitið gefur út upplýsingastefnu
Ein af þremur meginstoðum í stefnu Fjármálaeftirlitsins er fagleg umræða og gagnsæi. Í samræmi við það hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins samþykkt upplýsingastefnu fyrir stofnunina. Í upplýsingastefnunni er bæði fjallað um miðlun upplýsinga til aðila sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með og fjölmiðla og almennings. Upplýsingastefnan hvílir meðal annars á gagnsæisstefnu Fjármálaeftirlitsins.