Fréttir


Frétt: Nýjar reglugerðir hafa tekið gildi.

10.12.2006

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á því að nýjar reglugerðir hafa tekið gildi er snúa að almennum útboðum verðbréfa og skráningu verðbréfa á skipulegan verðbréfamarkað.  Koma þessar reglugerðir í kjölfar breytinga á IV kafla laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti sem gildi tóku 1. janúar 2006.  Er með framangreindu verið að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2003/71/EB frá 4. nóvember 2003 um lýsingar þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða skráð á skipulegan verðbréfamarkað og reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 809/2004 en þar er m.a. að finna nákvæmar reglur um innihald lýsinga, sem og um það hvernig þær skuli auglýstar og birtar opinberlega. 

Um er að ræða eftirfarandi reglugerðir:

  • 242/2006 um almenn útboð verðbréfa að verðmæti 210 millj. kr. eða meira og skráningu verðbréfa á skipulegan verðbréfamarkað.
  • 243/2006 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar  upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun og birtingu lýsinganna svo og dreifingu auglýsinga.
  • 244/2006 um almenn útboð verðbréfa að verðmæti 8,4 til 210 millj. kr.
  • 245/2006 um opinbera skráningu verðbréfa í kauphöll
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica