Fréttir


Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 222/2012 og nr. 232/2012 um breytingu á reglum nr. 215/2007

9.3.2012

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 222/2012 um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með síðari breytingum, sem birtar voru í Stjórnartíðindum hinn 6. mars sl. Reglurnar má nálgast hér.

Breytingarnar fela í sér innleiðingu á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2009/83/EB frá 27. júlí 2009 um breytingu á tilteknum viðaukum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB að því er varðar tæknileg ákvæði um áhættustýringu.

Fjármálaeftirlitið sendi drög að reglunum til fjármálafyrirtækja í umræðuskjali nr. 1/2012 hinn 13. janúar sl. þar sem þeim var gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um efni draganna. Fjármálaeftirlitið tók tillit til þeirra umsagna sem veittar voru og þakkar hér með fyrir þær.

Jafnframt hefur Fjármálaeftirlitið sett reglur nr. 232/2012 um breytingu á reglum nr. 215/2007, með síðari breytingum. Í reglunum eru þær breytingar sem gerðar hafa verið á ákvæði 55. gr. reglnanna vegna innleiðingar á tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 2009/27/EB og 2009/83/EB, með reglum nr. 378/2011 og nr. 222/2012, birtar í heild sinni í einni grein til hægðarauka. Reglurnar má nálgast hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica