Fréttir


Upplýsingar breyta ekki fyrra mati

16.3.2012

Þegar dómur Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012, í máli sem varðaði endurútreikning á gengistryggðu láni, lá fyrir taldi Fjármálaeftirlitið að niðurstaða hans myndi ekki ógna fjármálastöðugleika.

Fjármálaeftirlitið  hóf þegar vinnu við að meta áhrif dómsins á fjárhagsstöðu einstakra fjármálafyrirtækja og kerfisins í heild með því að gera lánastofnunum að endurreikna lánin á grundvelli aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins og skila niðurstöðum 15. mars. Endurreikningnum er ætlað að leiða í ljós hvaða áhrif dómurinn hefur á bókfært virði útlánasafna lánastofnana miðað við nokkrar sviðsmyndir.

Unnið er nú að því að yfirfara svör lánastofnana, samhæfa upplýsingar og reikna út heildaráhrif dómsins á bankakerfið. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki síðar í mánuðinum. Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir breyta ekki upphaflegu mati Fjármálaeftirlitsins.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica