Tilkynning um yfirfærslu rekstrarhluta, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki
Þann 22. mars 2012 samþykkti Fjármálaeftirlitið yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta Landsvaka hf., kt. 700594-2549, til Landsbréfa hf., kt. 691208-0520, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða rekstur tíu verðbréfasjóða, þriggja fjárfestingarsjóða og átta fagfjárfestasjóða. Yfirfærslan mun eiga sér stað 31. mars nk.