Fjármálaeftirlitið veitir Negotium hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og hefur lagt mat á hæfi Gunnars Gunnarssonar til að fara með virkan eignarhlut í félaginu
Fjármálaeftirlitið hefur veitt Negotium hf. kt. 480709-0880, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki samkvæmt 6. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Starfsleyfi Negotium hf. tekur til eignastýringar samkvæmt c lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og d liðar 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. sömu laga.
Þann 25. apríl 2012 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Gunnar Gunnarsson, kt. 161172-3409, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut allt að 100% í Negotium hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.