Fjármálaeftirlitið hefur heimilað yfirfærslu á rekstri Sparisjóðs Svarfdæla til Landsbankans hf. samkvæmt 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki
Fjármálaeftirlitið hefur heimilað kaup Landsbankans hf. á öllum rekstri og eignum Sparisjóðs Svarfdæla. Samkvæmt 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki skal leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins vegna yfirfærslu einstakra rekstrarhluta fjármálafyrirtækis til annars fyrirtækis. Fjármálaeftirlitið telur að skilyrði fyrir yfirfærslunni séu uppfyllt. Þegar fyrirvarar samkvæmt kaupsamningi eru uppfylltir og ljóst hvenær umrædd kaup ganga í gegn mun Fjármálaeftirlitið auglýsa yfirfærsluna í Lögbirtingablaði , sbr. 6. mgr. 106.gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.