Fréttir


Starfsleyfi lánafyrirtækis

10.12.2006

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Sjóvá fjármögnun hf. starfsleyfi sem lánafyrirtæki, skv. 3. tl. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, frá og með 17. mars sl. Sjóvá fjármögnun hf. er dótturfélag Sjóvár – Almennra trygginga hf. og hefur félagið heimild til þess að sinna eftirfarandi starfsemi skv. 20. gr. laga nr. 161/2002:

1. Útlánastarfsemi, m.a.:
a. neytendalán,
b. langtímaveðlán,
c. kröfukaup og kaup skuldaskjala og
d. viðskiptalán
2. Fjármögnunarleiga
3. Viðskipti fyrir eigin reikning með:
a. greiðsluskjöl á peningamarkaði (ávísanir, víxla, önnur sambærileg greiðsluskjöl o.s.frv.),
b. erlendan gjaldeyri,
c. gengisbundin bréf og vaxtabréf
d. verðbréf.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica