Allra ráðgjöf fær starfsleyfi sem vátryggingamiðlun
Fjármálaeftirlitið hefur veitt Allra ráðgjöf ehf., kt. 430510-0610, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, starfsleyfi sem vátryggingamiðlun samkvæmt lögum nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.
Starfsleyfi Allra ráðgjafar tekur til miðlunar frumtrygginga skv. 21. og 22. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, þó ekki til miðlunar vegna 4., 7. og 15. tl. 21. gr. sömu laga.