Valfrjálst tilboð í hlutabréf Össurar hf.
Þann 22. maí 2012 kynnti William Demant Invest A/S áform um að gera valfrjálst tilboð í hlutabréf Össurar hf. Þrátt fyrir gildandi samning á milli Fjármálaeftirlitsins og NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) um að síðarnefndi aðilinn taki tilboðsyfirlit til skoðunar hafa Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin gert með sér samkomulag um að í þessu tilviki taki Fjármálaeftirlitið við tilboðsyfirlitinu til mögulegrar staðfestingar.
Orðalagi fréttarinnar hér að ofan var lítillega breytt 5. 6. 2012 til að gera innihald hennar skýrara.