Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út drög að reglum um viðbótareiginfjárliði, sbr. umræðuskjal nr. 5/2012.

28.6.2012

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 5/2012 varðandi drög að reglum um viðbótareiginfjárliði. Reglurnar verða settar á grundvelli 10. mgr. 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Við gerð reglnanna var m.a. höfð hliðsjón af Evróputilskipunum sem málið varða, leiðbeiningum evrópska bankaeftirlitsins (e. European Banking Authority, EBA) sambærilegum reglum á öðrum Norðurlöndum og núgildandi reglum nr. 156/2005 um viðbótareiginfjárliði. Núgildandi reglur um viðbótareiginfjárliði munu falla úr gildi við gildistöku hinna nýju reglna.

Umsagnaraðilar eru vinsamlegast beðnir um að skila umsögnum rafrænt á sérstöku umsagnareyðublaði sem útbúið hefur verið vegna regludraga þessara. Umsagnareyðublaðið má nálgast á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins með því að velja „Lög og tilmæli“-flipann á forsíðu og velja svo flokkinn „Umræðuskjöl“. Umsagnareyðublaðið skal sent á netfangið fme@fme.is.

Þess er óskað að umsagnir berist við fyrsta hentugleika, þó eigi síðar en 10. ágúst nk.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica