Fréttir


Fjármálaeftirlitið (FME) birtir upplýsingar um iðgjöld og samanlagða markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga á Íslandi 2008 - 2010

31.8.2012

FME hefur tekið saman tölulegar upplýsingar um starfsemi erlendra vátryggingafélaga á Íslandi árin 2008 - 2010. Félög þessi hafa höfuðstöðvar sínar á Evrópska efnahagssvæðinu og hafa heimild til starfsemi á Íslandi á grundvelli IX. kafla laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Upplýsingarnar eru byggðar á gögnum sem fjármála- og/eða vátryggingaeftirlit í viðkomandi ríkjum sendu FME. Tekið skal fram að réttmæti gagnanna er á ábyrgð viðkomandi eftirlita. Meðfylgjandi töflum er ætlað að gefa mynd af umfangi starfsemi erlendra vátryggingafélaga hér á landi og þar með heildarstærð þeirra á markaði í einstökum greinum. Hafa ber í huga að markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga getur tekið breytingum í takt við sveiflur á gengi íslensku krónunnar.

Taflan hér að neðan sýnir annars vegar bókfærð iðgjöld í nokkrum vátryggingagreinum, umreiknuð í þúsund íslenskar krónur á meðalgengi ársins og hins vegar samanlagða markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga í öllum iðgjöldum sem greidd eru á Íslandi í viðkomandi vátryggingagrein.

Iðgjöld ársins Eigna-tryggingar Sjó-, flug- og farm-tryggingar Ökutækja-tryggingar Greiðslu- og efnda-vátryggingar Ábyrgðar-tryggingar Slysa- og sjúkra-tryggingar Skaða-tryggingar samtals 1) Líf-tryggingar samtals
2008 288.323 755.293 3.377 478 193.099 201.860 1.510.663 3.808.805
2009 451.594 2.632.045 8.663 14.072 350.303 186.939 3.680.324 6.628.568
2010 795.492 473.055 5.272 19.482 637.499 213.850 2.207.415 7.031.076
Markaðs-hlutdeild2) Eigna-tryggingar Sjó-, flug- og farm-tryggingar Ökutækja-tryggingar Greiðslu- og efnda-vátryggingar Ábyrgðar-tryggingar Slysa- og sjúkra-tryggingar Skaða-tryggingar samtals 1) Líf-tryggingar samtals
2008 3,5% 26,3% 0,0% 0,3% 8,6% 4,8% 4,1% 55,5%
2009 3,6% 47,5% 0,0% 14,1% 11,0% 3,3% 7,0% 66,9%
2010 7,3% 14,6% 0,0% 20,8% 23,1% 4,2% 5,2% 67,5%

 

1) Samtala skaðatrygginga stemmir ekki við samtölu greina-undirflokka að framan þar sem nokkur ríki gefa upp starfsemi í óskilgreindum greinaflokkum

2) Ekki er tekið tillit til hlutdeildar Viðlagatryggingar Íslands

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica