Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2012 haldinn í dag
Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Salnum í Kópavogi nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2012 kynnt. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri fluttu bæði ávarp þar sem þau fjölluðu um helstu áherslur í starfi stofnunarinnar. Þá flutti Charlotte Sickermann, hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins erindi undir yfirskriftinni: Internationalisation of financial supervision - The European System of Financial Supervision and the Banking Union.
Til fundarins var meðal annars boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins, helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni, auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins. Fundarstjóri var Helga Jónsdóttir, ráðuneytisstjóri.
Ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins 2012 má sjá hér.
Ræðu Aðalsteins Leifssonar, stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, má sjá hér og ræðu Unnar Gunnarsdóttur má sjá hér. Glærur úr fyrirlestri Charlotte Sickermann má sjá hér.