Túlkun varðandi áhættuvog útlána með veði í íbúðar- og viðskiptahúsnæði
Fjármálaeftirlitið sendi fjármálafyrirtækjum dreifibréf, dags. 23. janúar 2012, um túlkun á því hvenær heimilt væri að nota annars vegar 35% áhættuvog um lán tryggð að fullu með veði í fullbúnu íbúðarhúsnæði og hins vegar 50% áhættuvog um lán tryggð að fullu með veði í viðskiptahúsnæði. Fjármálaeftirlitið hefur nú ákveðið að birta fyrrnefndar túlkanir með smávægilegum breytingum sem snúa að byggingar- og matsstigi íbúðarhúsnæðis.Um er að ræða skýringar á ákvæðum 2.-5. mgr. 18. gr. reglna nr. 215/2007 um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með síðari breytingum, og viðauka VIII í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um stofnun og rekstur lánastofnana 2006/48/EB.
Túlkun Fjármálaeftirlitsins varðandi áhættuvog útlána með veði í fullbúnu íbúðarhúsnæði má nálgast hér og viðskiptahúsnæði hér.