Námskeið um útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar
Fjármálaeftirlitið efndi til námskeiðs í flokkun fjárfestinga og útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar hinn 22. janúar síðastliðinn. Fyrirlesarar voru Halldóra E. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitssviðs Fjármálaeftirlitsins og Karen Íris Bragadóttir og Arnar Jón Sigurgeirsson sem bæði eru sérfræðingar í fjárhagslegu eftirliti hjá Fjármálaeftirlitinu. Námskeiðið var vel sótt.
Glærur frá námskeiðinu ásamt spurningum sem fram komu og svörum við þeim má nálgast hér.
Hér má einnig nálgast excel-skjal með yfirliti yfir fjárfestingarheimildir.