Nýtt eintak Fjármála komið út
Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Meðal efnis má nefna greinina: Hefur Ísland náð ásættanlegum árangri við úrvinnslu útlána í vanskilum? eftir Stefán Þór Björnsson, sérfræðing í greiningum hjá Fjármálaeftirlitinu. Enn fremur er í blaðinu grein sem nefnist Neytendavernd á fjármálamarkaði sem er skrifuð af þeim G. Áslaugu Jósepsdóttur og Valdimar Gunnari Hjartarsyni en þau eru bæði lögfræðingar á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins.
Til viðbótar þessu fjallar Elvar Guðmundsson, sérfræðingur í greiningum, um birtingu á niðurstöðum á eiginfjárkröfum samkvæmt SREP. Enn fremur fjallar Rúnar Guðmundsson um fjölgun málskota til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum en hann er formaður úrskurðarnefndarinnar. Þá er í blaðinu stutt viðtal við Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, en hún tók fyrst við því starfi fyrir rúmu ári.
Fjármál má nálgast hér.