Fréttir


Fjármálaeftirlitið auglýsir eftir aðstoðarforstjóra

19.4.2013

Fjármálaeftirlitið auglýsir nú  eftir aðstoðarforstjóra til að koma að uppbyggingu eftirlitsins og vera leiðandi, ásamt forstjóra, í starfi Fjármálaeftirlitsins varðandi fjármálastöðugleika og við stefnumörkun almenns eftirlits á fjármálamarkaði.  Starfið er nýtt í núverandi skipulagi og er aðstoðarforstjóri staðgengill forstjóra í hans fjarveru.

Auglýsing um starfið hefur verið birt á Starfatorgi, auk þess sem hún mun birtast í blöðum um helgina. Þar er lýst helstu verkefnum og ábyrgð hins nýja aðstoðarforstjóra, hvaða kröfur hann þarf að uppfylla og til hvers er horft við ráðninguna.

Auglýsinguna má sjá hér.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica