Fréttir


Mikilvægt er að fjárfestar kynni sér regluverk um hlutafjárútboð

14.5.2013

Nokkuð hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að undanförnu að fjárfestar geri hærri tilboð í hlutafjárútboðum en þeir geti staðið við. Ástæðan sé sú að þeir geri ráð fyrir umtalsverðri skerðingu og fari þessa leið  til að auka hlut sinn. Fjármálaeftirlitið telur mögulegt að slík  hegðun eigi þátt í þeirri miklu umframeftirspurn sem verið hefur í hlutafjárútboðum að undanförnu.
 
Af þessu tilefni vill Fjármálaeftirlitið vekja athygli fjárfesta á því regluverki sem gildir um hlutafjárútboð en um útboð og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði gilda lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.
 
Fjármálaeftirlitið telur að sú hegðun þegar fjárfestir leggur inn hærri tilboð en hann getur staðið við geti talist vera markaðsmisnotkun í skilningi 117. gr. laganna, enda er með því verið að gefa eftirspurn fjármálagerninga ranglega eða misvísandi til kynna.

Fjármálaeftirlitið fer nú yfir verklag við hlutafjárútboð með hliðsjón af framansögðu. 
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica