Fréttir


Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2013 haldinn í dag

28.5.2013

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Salnum í Kópavogi nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2013 kynnt. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri fluttu bæði ávarp þar sem þau fjölluðu um helstu áherslur í starfi stofnunarinnar.

Til fundarins var meðal annars boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins, helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni, auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.

Ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins 2013 má sjá hér.

Ræðu Aðalsteins Leifssonar, stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, má sjá hér og ræðu Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, má sjá hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica