Fréttir


Samruni Sparisjóðs Svarfdæla við Sparisjóð Norðurlands ses.  (áður Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis)

9.7.2013

Samruni Sparisjóðs Svarfdæla við Sparisjóð Norðurlands ses.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 4. júlí 2013 samruna Sparisjóðs Svarfdæla við Sparisjóð Norðurlands ses. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Sparisjóður Norðurlands ses. tekur við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Svarfdæla og verða sjóðirnir sameinaðir undir nafni Sparisjóðs Norðurlands ses.

Auglýsing varðandi samrunann verður birt í Lögbirtingablaði, sbr. 6. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið veitir frekari upplýsingar sé þess óskað.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica