Fjármálaeftirlitið setur reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti
Reglurnar eru settar með stoð í 2. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki með síðari breytingum. Í reglunum, sem taka bæði til innri og ytri starfsemi fjármálafyrirtækja, er kveðið á um meginreglur, sem almennt teljast til eðlilegra og heilbrigðra viðskiptahátta í starfsemi fjármálafyrirtækja.
Reglunum til fyllingar mun Fjármálaeftirlitið gefa út leiðbeinandi tilmæli með stoð í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Undirbúningur að gerð tilmælanna er hafinn. Samtökum fjármálafyrirtækja og Neytendastofu hefur verið boðið að taka þátt í gerð þeirra. Leitað verður samvinnu fleiri hagsmunaaðila eftir því sem rétt þykir.