Fréttir


Endurgreiðsla umframeftirlitsgjalds

23.7.2013

Fjármálaeftirlitið innheimti umframeftirlitsgjald hjá 22 lánastofnunum í lok árs 2010 vegna vinnu við greiningar á áhrifum gengistryggðra lána á stöðu viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja, í kjölfar dóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 í málum nr. 153/2010 og 92/2010.

Með hliðsjón af því áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 6639/2011 að ekki hafi verið lagagrundvöllur fyrir gjaldtökunni og eftir ítarlega skoðun á málinu hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að endurgreiða þeim aðilum sem greiddu gjaldið, í samræmi við ákvæði laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica