Drög að leiðbeinandi tilmælum um aðskilnað starfssviða
Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 5/2013 varðandi drög að leiðbeinandi tilmælum um aðskilnað starfssviða.Tilmælin eru til leiðbeiningar og nánari skýringar fyrir rekstrarfélög verðbréfasjóða og fjármálafyrirtæki, með heimild til verðbréfaviðskipta, varðandi þær lágmarkskröfur sem lög og reglur kveða á um varðandi hagsmunaárekstra, nánar tiltekið aðskilnað starfssviða (Kínamúra).
Umræðuskjalið hefur verið sent umsagnaraðilum og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn eigi síðar en 29. nóvember næstkomandi. Umsagnaraðilar eru vinsamlegast beðnir um að skila umsögnum rafrænt á sérstöku umsagnareyðublaði.