Fjármálaeftirlitið gefur út drög að eiginfjárreglum og reglum um verðbréfun
Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjöl nr. 5/2014 og nr 6/2014. Fyrra umræðuskjalið, nr. 5/214, inniheldur drög að reglum um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar. Reglurnar verða settar með heimild í 1. mgr. 29. gr. d laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Seinna umræðuskjalið nr. 6/2014 inniheldur drög að reglum um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með síðari breytingum. Reglurnar verða settar með heimild í 2. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.