Fréttir


Breyttar skiladagsetningar á skýrslum vegna CRD IV

15.5.2014

Fjármálaeftirlitið hefur, á grundvelli tillagna SFF, ákveðið að gera breytingar á tímaáætlun innleiðingar tæknistaðals um gagnaskil sem fylgja mun CRD IV löggjöfinni. Sem kunnugt er ráðgerir Fjármálaeftirlitið að skil á eiginfjárskýrslum (COREP) hefjist í prófunarumhverfi þann 30. september 2014 nk. Sú dagsetning hefur ætíð verið viðmiðunardagsetning fyrir prófunarumhverfi, en viðmiðunardagsetningin fyrir skil í raunumhverfi er 31. mars 2015. Til að gefa fjármálafyrirtækjum aukinn tíma til að koma gagnaskilum á XBRL form hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að fresta nokkrum skiladagsetningum í upphaflegu áætluninni um upptöku tæknistaðalsins. Fjármálaeftirlitið mun því hafa skiladaga sem hér segir:

30.9.2014 Skil á COREP í prófunarumhverfi fyrir uppgjörsdagsetningu 30.6.2014.  Allir eftirlitsskyldir aðilar verða hvattir til að nýta sér þessi skil til prófana.
31.12.2014 Skil á COREP í prófunarumhverfi fyrir uppgjörsdagsetningu 30.9.2014.  Öllum eftirlitsskyldum aðilum ber að skila gögnum í prófunarumhverfi og verður því fylgt eftir af hálfu FME, þó engar dagsektir verði lagðar á vanskil.
31.3.2015 Skil á COREP í raunumhverfi fyrir uppgjörsdagsetningu 31.12.2014.  Eldri COREP skýrslu á Excel formi verður einnig skilað samhliða.  Að öllum líkindum verður svo eldri skýrsla lögð af í framhaldinu og eingöngu gögnum á XBRL formi skilað.
30.6.2015 Skil á stórum áhættuskuldbindingum (SÁ) í raunumhverfi fyrir uppgjörsdagsetningu 31.3.2015. Skil á SÁ í prófunarumhverfi verða með sama sniði og COREP, bæði 3 og 6 mánuðum fyrr.
30.9.2015 Skil á skýrslum um eignir, skuldir og rekstur (FINREP) í raunumhverfi fyrir uppgjörsdagsetningu 30.6.2015.  Skil á FINREP í prófunarumhverfi verða með sama sniði og COREP og SÁ, bæði 3 og 6 mánuðum fyrr.

Önnur gagnaskil samkvæmt CRD IV, þ.e. vegna taps á fasteignaveðlánum, lausafjárhlutfalls, vogunarhlutfalls, veðsetningar eigna sem og þeirra skýrslna sem nú eru í vinnslu hjá EBA, munu koma í framhaldi af þessari tímaáætlun og verða nánari dagsetningar gefnar út síðar.

 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica