Fræðslufundur fyrir regluverði útgefenda á skipulegum verðbréfamarkaði
Fjármálaeftirlitið hélt fræðslufund fyrir regluverði útgefenda hinn 14. maí síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur af regluvörðum og öðrum starfsmönnum útgefenda. Á dagskrá fundarins voru breytingar sem framundan eru á löggjöf sem varðar verðbréfamarkaðinn, meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja sem og upplýsingaskylda útgefenda. Fyrirlesarar voru Elsa Karen Jónasdóttir, Inga Dröfn Benediktsdóttir og Páll Friðriksson, starfsmenn vettvangs- og verðbréfaeftirlitssviðs.
Hér má sjá kynningar um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja og upplýsingaskyldu útgefenda af fundinum.