Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um aðskilnað starfssviða
Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 4/2014 um aðskilnað starfssviða.
Tilmælin eru sett til leiðbeiningar og nánari skýringar fyrir rekstrarfélög verðbréfasjóða og fjármálafyrirtæki með heimild til verðbréfaviðskipta, varðandi þær lágmarkskröfur sem lög og reglur kveða á um varðandi hagsmunaárekstra, nánar tiltekið aðskilnað starfssviða.
Í umsagnarferli tilmælanna bárust athugasemdir og ábendingar sem nýttust vel við gerð þeirra. Fjármálaeftirlitið þakkar umsagnaraðilum fyrir veittar umsagnir.
Tilmælin hafa verið birt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins og má sjá þau hér.