Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2014 haldinn í dag
Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2014 haldinn í dag
Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Salnum í Kópavogi nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2014 kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ávarpaði fundinn. Aðrir ræðumenn voru Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Til fundarins var meðal annars boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins, helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni, auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.
Ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins 2014 má sjá hér.
Ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra má sjá hér.
Ræðu Höllu Sigrúnar Hjartardóttir, stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins má sjá hér.
Ávarp Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins má sjá hér.
Glærur Jóns Þórs Sturlusonar, aðstoðarforstjóra Fjármálaeftirlitsins má sjá hér.