Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir Öldu sjóðum hf. viðbótarstarfsheimildir.

11.6.2014

Fjármálaeftirlitið veitti Öldu sjóðum hf. þann 14. desember 2012 starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. 7. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfi Öldu sjóða hf. er nú endurútgefið þann 10. júní 2014 með tilliti til aukinna starfsheimilda, sem felast í eignastýringu, fjárfestingarráðgjöf og vörslu og stjórnun fjármálagerninga í sameiginlegri fjárfestingu samkvæmt c- og d-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. og 1.-3. tölul. 1. mgr. 27. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Starfsleyfi Öldu sjóða hf. tekur nú til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu skv. 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. og til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar og vörslu og stjórnunar fjármálagerninga í sameiginlegri fjárfestingu skv. c- og d-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. og 1.-3. tölul. 1. mgr. 27. gr. fyrrgreindra laga.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica