Fréttir


FME: Tilkynningarskylda vegna slita og sameininga lífeyrissjóða er skýr

15.2.2007

Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt túlkun á 2. mgr. 48. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða á heimasíðu sinni.  Samkvæmt túlkuninni ber lífeyrissjóðir að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um fyrirhugaða sameiningu við annan lífeyrissjóð um leið og slík ákvörðun hefur verið tekin.  Ennfremur er nauðsynlegt að í tilkynningunni komi fram sú dagsetning sem sameiningin mun miðast við.
 
Kristín Aðalheiður Birgisdóttir, sviðsstjóri á Lífeyris- og verðbréfasjóðasviði FME, segir að túlkunin sé birt í kjölfar sameininga lífeyrissjóða uppá síðkastið þar sem töluvert hafi reynt á tilkynningaskylduákvæði laganna.  ,,Fjármálaeftirlitið telur sig ekki alltaf hafa fengið tímanlegar og fullnægjandi upplýsingar um fyrirhugaðar sameiningar lífeyrissjóða og tímasetningar þeirra.  Tilkynningaskylda skv. 2. mgr. 48. gr. laganna er þó skýr að okkar mati en vera má að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því að með orðalaginu “slit” er vísað til þess að tveir lífeyrissjóðir verða ekki sameinaðir nema að öðrum þeirra sé slitið. Þess vegna ber aðilum að tilkynna FME um slit lífeyrissjóðs með sameiningu við annan sjóð um leið og slík ákvörðun er tekin”, segir Kristín.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica