Fréttir


Innláns- og útlánsvextir: Flókið að mæla vaxtamun

16.2.2007

Töluverð umræða hefur verið um inn- og útlánsvexti viðskiptabankanna undanfarnar vikur. Í Viðskiptablaðinu í dag, föstudag, er m.a. rætt við Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóra FME, þar sem hann er inntur álits. Fram kemur í máli Ragnars að vaxtaákvarðanir bankanna væru almennt frjálsar og að það væri samkeppnin sem réði vaxtastigi bankanna. Þá segir Ragnar að erfitt geti verið að mæla vaxtamun þar sem umhverfið á Íslandi sé öðru vísi en annarsstaðar og vísar hann þar til verðtryggingarinnar. ,,Við erum með íslenska óverðtryggða og íslenska verðtryggða vexti. Og talsverður hluti af [...] útlánum bankanna til innlendra aðila, sem fer til heimila og fyrirtækja gengisbundinn í allskonar gjaldmiðlum”.  Í greininni segir Ragnar að á innlánshliðinni sé íslenska krónan ráðandi, verðtryggð og óverðtryggð. ,,Innlán bankanna fjármagna bara hluta af útlánum, en stærstur hluti þeirra er fjármagnaður af lántökum sem að stórum hluta eru erlendar”, segir Ragnar.  '

Sjá Viðskiptablaðið, 16. febrúar 2007, bls. 12.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica