Hvers vegna fjármálaeftirlit? – efni frá ráðstefnu
Fjármálaeftirlitið efndi til ráðstefnu hinn 23. mars síðastliðinn í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið undir yfirskriftinni: Hvers vegna fjármálaeftirlit?
Á ráðstefnunni var fjallað um tilgang skilvirks fjármálaeftirlits, helstu nýjungar á sviði eftirlits og reglusetningar á alþjóðavettvangi, í Evrópu og stöðu Íslands í því samhengi. Einnig var fjallað um nýlega úttekt AGS á virkni bankaeftirlits á Íslandi með tilliti til viðmiða um bestu framkvæmd og umbótaverkefni Fjármáleftirlitsins.
Hér má sjá:
Opnunarávarp Bjarna Benediktssonar, fjármála og efnahagsráðherra
Effective Supervision: Ability and Willingness to Act, ræðu Ceyla Pazarbasioglu, aðstoðarframkvæmdastjóra AGS
Risk based supervision in Denmark – ræðu Flemming Nytoft Rasmussen fv. aðstoðarforstjóra Finanstilsynet
Engin maður er eyland. Fjármálaeftirlit fyrir hvern?, ræðu Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra FME
Byggjum upp traust. Glærur með erindi Steinþórs Pálssonar, formanns stjórnar SFF og bankastjóra Landsbankans
Fjárhirðarnir og annarra manna fé: Hlutverk stjórna fjármálafyrirtækja í fjármálaeftirliti, glærur úr erindi Guðrúnar Johnsen, lektors við viðskiptafræðideild HÍ og varaformanns stjórnar Arion banka
Innleiðing áhættumiðaðs eftirlits hjá FME, glærur með erindi Jóns Þórs Sturlusonar, aðstoðarforstjóra FME