Fréttir


Dreifibréf til fjármálafyrirtækja um framsetningu birtingar og afhendingu lykilupplýsinga til fjárfesta í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum

28.12.2015

Fjármálaeftirlitið sendi hinn 23. desember sl. dreifibréf til fjármálafyrirtækja um framsetningu birtingar og afhendingu lykilupplýsinga til fjárfesta í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum. Með dreifibréfinu vill Fjármálaeftirlitið undirstrika mikilvægi lykilupplýsinga sem samanburðarskjals fyrir fjárfesta við ákvörðun um fjárfestingu í verðbréfa- eða fjárfestingarsjóðum.

Eins og segir í dreifibréfinu hefur komið í ljós við yfirferð eftirlitsins á heimasíðum rekstrarfélaga verðbréfasjóða og annarra fjármálafyrirtækja sem markaðssetja verðbréfa- og fjárfestingarsjóði þeirra að lykilupplýsingum virðist í mörgum tilfellum ekki vera veitt það vægi sem skjalinu er ætlað lögum samkvæmt.

Líkt og fram kemur í dreifibréfinu fer Fjármálaeftirlitið þess á leit við rekstrarfélög verðbréfasjóða og önnur fjármálafyrirtæki sem starfa sem söluaðilar verðbréfa og fjárfestingarsjóða að þau yfirfari starfshætti sína hvað varðar framsetningu og sýnileika lykilupplýsinga á heimasíðu félagsins og afhendingu lykilupplýsinga til fjárfesta á sölustað og bæti úr ef við á eigi síðar en 15. febrúar 2016.

Dreifibréfið má sjá hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica