Fjármálaeftirlitið veitir Saga Capital fjárfestingarbanka hf. starfsleyfi
Fjármálaeftirlitið veitti Saga Capital fjárfestingarbanka hf., kt. 660906-1260, Hafnarstræti 53, 600 Akureyri, þann 20. apríl 2007, starfsleyfi sem lánafyrirtæki (fjárfestingarbanki), samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
Starfsleyfi Saga Capital fjárfestingarbanka hf. tekur m.a. til móttöku endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi annara en innlána, veitingu útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi og viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Saga Capital hefur jafnframt starfsheimildir samkvæmt 1. tl. - 3.tl., 6. tl. - 9. tl. og 12. tl. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.