Birting upplýsinga varðandi eftirlit
Fjármálaeftirlitið hefur hafið birtingu upplýsinga varðandi eftirlit (supervisory disclosure). Í birtingu upplýsinga um eftirlit felst að upplýsingar um lög og reglur sem innleiddar eru hér á landi í samræmi við leiðbeiningar CEBS (Committee of European Banking Supervisors) eru birtar opinberlega á íslensku og ensku. Aukin samræming á evrópskum fjármálamarkaði krefst þess að reglur um eftirlit og eftirlitsaðferðir á Evrópska efnahagssvæðinu séu samræmdar. Í eiginfjártilskipun Evrópusambandsins (CRD) er lögð áhersla á gegnsæi í starfsemi eftirlitsaðila. Samkvæmt tilskipuninni eiga eftirlitsaðilar að birta allar þær upplýsingar sem auðvelda samanburð á regluverki um fjármálaeftirlit og framkvæmd þess í Evrópu. Sjá yfirlit yfir birtingu upplýsinga varðandi eftirlit hér.
Fjármálaeftirlitið hefur einnig tekið afstöðu til valákvæða er varða tilskipanir Evrópusambandsins 2006/48/EB og 2006/49/EB (Basel II - eiginfjárreglur). Markmiðið með valákvæðunum er að auðvelda eftirlitum og eftirlitsskyldum aðilum ólíkra landa aðlögun að tilskipunum þar sem hvert aðildarríki getur valið um útfærslur á þeim. Eftirfarandi listi gefur til kynna hvort og að hvaða leyti Fjármálaeftirlitið hefur innleitt valkvæðin. Valkvæðin má nálgast hér.