Fréttir


Kynningar FME vegna QIS3: Fundur um útreikning gjaldþolskröfu (SCR) vegna rekstraráhættu

25.5.2007

Fjármálaeftirlitið (FME) hélt fund um útreikning gjaldþolskröfu vegna rekstraráhættu og viðbótarspurningar í QIS3 21. maí sl. Fundurinn var liður í kynningum FME á einstökum atriðum í QIS3 sem ætlað er að kanna áhrif væntanlegs Solvency II gjaldþolsstaðals á vátryggingafélög.

Mæling á SCR vegna rekstraráhættu er einföld og er annað hvort fast hlutfall af iðgjöldum ársins eða fast hlutfall af vátryggingaskuld, eftir því hvort gefur hærri niðurstöðu. Þó getur SCR vegna rekstraráhættu aldrei orðið hærri en 30% af heildar SCR sem er reiknað vegna annarra áhættuþátta.

Svokallaðar viðbótarspurningar (qualitative questionnaire) gefa mikilvægar vísbendingar um afstöðu þátttakenda og reynslu þeirra af að taka þátt í QIS3. Meðal helstu atriða sem spurt er um má nefna:

  • Almennar spurningar, s.s. varðandi vandamál við framkvæmd, notkun á mannafla, áreiðanleika gagna og almenn viðhorf.
  • Reynsla og viðhorf til staðalformúlanna.
  • Aðferðir við takmörkun á fjárfestingaráhættu.
  • Aðferðir við útreikning á besta mati í vátryggingaskuld.
  • Aðferðir við útreikning á áhættuálagi í vátryggingaskuld.
  • Uppgjörsaðferðir og skilgreiningar á liðum sem teljast til gjaldþols.
  • Aðferðir við stýringu rekstraráhættu

Þátttakendur sem skila niðurstöðum fyrir samstæður eru til viðbótar spurðir um:

  • Almenn vandamál og hversu viðeigandi aðferðirnar séu fyrir samstæður.
  • Viðhorf til þess hvernig staðalformúlan fyrir SCR virkar fyrir samstæður.
  • Viðhorf til áhættuþátta sem eru einkennandi fyrir samstæður og hvernig hægt sé að mæla þá.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica