FME undirritar samstarfssamning við bankaeftirlitið í Kína
Fjármálaeftirlitið undirritaði í dag samstarfssamning við bankaeftirlitið í Kína (China Banking Regulatory Commission). Samningurinn tekur til samstarfs um eftirlit og upplýsingaskipti og er annar samningurinn sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftirlitsaðila utan EES.
Samningurinn er til komin vegna starfsemi Glitnis banka hf. í Kína, en tekur til almenns samstarfs milli eftirlitanna tveggja.