Fréttir


Grein um íslenska vátryggingamarkaðinn

14.6.2007

,,Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum vátryggingamarkaði á sl. 20 árum. Innlendum vátryggingafélögum hefur fækkað en samkeppni harðnað".  Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein um íslenska vátryggingamarkaðinn sem birt er í tímaritinu Nordisk Forsikringstidskrift. Höfundar greinarinnar eru  Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri vátryggingasviðs FME, Sigurður Freyr Jónatansson, tryggingastærðfræðingur hjá FME og Ólöf Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur á vátryggingasviði FME.

Í greininni kemur fram að lagaumhverfi hafi tekið töluverðum breytingum að undanförnu m.a. með tilliti til neytendaverndar. Þá hefur starfsemi vátryggingamiðlara fest sig í sessi á íslenska markaðnum. Íslensk vátryggingafélög sæki nú í auknum mæli á erlenda markaði og er meginmarkmið útrásarinnar að veita íslenskum fyrirtækjum vátryggingaþjónustu vegna starfsemi þeirra erlendis, aukin fjölbreytni í starfsemi og bætt áhættudreifing. Í greininni kemur einnig fram að umsóknum um virka eignarhluti í vátryggingafélögum hafi fjölgað nokkuð á síðustu árum og í dag sé um fáa en stóra virka eignarhluti að ræða í vátryggingafélögum.

Niðurstaða greinarhöfunda er sú að íslenski vátryggingamarkaðurinn standi traustum fótum og að FME eigi að geta sinnt eftirlitshlutverki sínu þar með fullnægjandi hætti.

Greinina má sjá í fullri lengd hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica