Fréttir


FME birtir úttekt á regluvörslu NordVest Verðbréfa hf.

4.7.2007

Fjármálaeftirlitið hefur gert úttekt á framkvæmd reglna um verðbréfaviðskipti hjá NordVest Verðbréfum hf. Úttektin er birt á heimasíðu FME.

Birting á niðurstöðum úttektarinnar er hluti af gagnsæisstefnu Fjármálaeftirlitsins sem kveður m.a. á um að FME birti upplýsingar um einstakar athuganir á heimasíðu sinni. Fjármálaeftirlitinu er heimilt á grundvelli 72. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti að greina frá niðurstöðum athugana sem byggja á þeim lögum.
Megintilgangur slíkra úttekta er fyrirbyggjandi eftirlit og könnun á starfsháttum fjármálafyrirtækja.

Það er niðurstaða FME að umgjörð um regluvörslu NordVest Verðbréfa hf. hafi verið ófullnægjandi og fór Fjármálaeftirlitið fram á úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna fresta.

Úttekt FME má nálgast hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica