Fréttir


FME og Kredittilsynet í Noregi undirrita samstarfssamning vegna starfsemi Kaupþings í Noregi.

30.8.2007

Fjármálaeftirlitið (FME) og Kredittilsynet i Noregi hafa undirritað samstarfssamning vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi, en bankinn hefur sótt um aðild að innistæðutryggingasjóði norskra banka (Bankenes sikringsfond). Það er gert til að tryggja að viðskiptavinir  bankans í Noregi njóti sömu innistæðutryggingar og viðskiptavinir norskra innlánsstofnana.

Samningurinn kemur til vegna þess að vernd innistæðueigenda er töluvert hærri í Noregi en á Íslandi. Með aðild Kaupþings að norska innistæðutryggingasjóðnum felst að sjóðurinn myndi þá greiða mismunin á milli norsku og íslensku innistæðutryggingarinnar ef til þess kæmi.

Samstarfssamningur FME og Kredittilsynet snýr að samstarfi eftirlitsaðilanna varðandi þessa aðild Kaupþings að sjóðnum, en forstjórar þeirra, þeir Jónas Fr. Jónsson og Björn Skogstad Aamo, undirrituðu samninginn í Osló í gær, en þar stendur nú yfir árlegur forstjórafundur norrænna fjármálaeftirlita.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica