Fréttir


Umfang útlána með veði í íbúðarhúsnæði aukast á milli ára

9.11.2007

Frá því að bankar og sparisjóðir komu inn á húsnæðislánamarkaðinn hefur umfang útlána með veði í íbúðarhúsnæði vaxið hratt.  Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman yfirlit yfir þróun útlána með veði í íbúðarhúsnæði. Samkvæmt því hafa lán með veði í íbúðarhúsnæði aukist í krónum talið frá miðju ári 2006 og fram á mitt ár 2007. Aukningin er um 15% hjá viðskiptabönkunum eða úr 289 milljörðum í 330 milljarða króna og um 18% hjá stærstu sparisjóðunum, eða úr 92 milljörðum í 108 milljarða króna. Miklar breytingar á eiginfjárgrunni sparisjóða, m.a. vegna samruna, gera það að verkum að hlutfall þessara lána af eiginfjárgrunni þeirra lækkar frá sama tíma á fyrra ári.

Lán með veði í íbúðarhúsnæði

Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri FME segir að um helmingur af heildarútlánum viðskiptabanka og stærstu sparisjóða með veði í íbúðarhúsnæði hafi veðhlutfall undir 70% sem er töluverð breyting frá fyrra ári þegar sama hlutfall var um þriðjungur útlánanna. Ragnar segir dreifingu veðhlutfalla þannig vera jafnari nú en fyrir ári síðan. 

Veðhlutfall (útlán deilt með virði eignar sem er að veði) lána með veði í íbúðarhúsnæði

Mynd: Veðhlutfall (útlán deilt með virði eignar sem er að veði) lána með veði í íbúðarhúsnæði.

Nánar verður fjallað um þróun og horfur á fjármálamarkaði á ársfundi Fjármálaeftirlitsins 27. nóvember nk.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica