Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2007 er nú komin út í enskri þýðingu
Ársskýrsla Fjármáleftirlitsins 2007, "Íslenskur fjármálamarkaður", er komin út í enskri þýðingu.
Í ársskýrslu Fjármáleftirlitsins 2007 er gefið yfirlit yfir framkvæmd og skipulag eftirlitsstarfseminnar og þróun og horfur á fjármálamarkaði. Þar er einnig greint frá áherslum í starfi eftirlitsins í alþjóðlegu umhverfi. Efnisumfjöllun skýrslunnar tekur til tímabilsins 1. júlí 2006 til 30. júní 2007 og þróunar fram að prentun, ef nauðsyn krefur.
Enska útgáfu af skýrslunni má nálgast hér.