Fréttir


Breyting á stjórnarformennsku hjá Fjármálaeftirlitinu

28.12.2007

Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, sem verið hefur formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins frá 1. janúar 2007, hefur óskað eftir því að láta af stjórnarsetu við árslok. Viðskiptaráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson, hagfræðing og fyrrum bankastjóra Norræna fjárfestingabankans, í stjórn Fjármálaeftirlitsins í stað Lárusar. Að öðru leyti helst stjórn Fjármálaeftirlitsins óbreytt.
Lárus hefur verið í stjórn Fjármálaeftirlitsins frá því að það tók til starfa árið 1999 og hefur hann tekið virkan þátt í mótun þess bæði sem aðalmaður í stjórn og sem formaður stjórnar.

Sjá nánar fréttatilkynningu á heimasíðu Viðskiptaráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica